Fangelsi Verzlunarskólans

Mynd:  / 

Fangelsi Verzlunarskólans

23.11.2018 - 16:35
Listafélag Verzlunarskóla Íslands setur um þessar mundir upp sýninguna Shawshank fangelsið. Ágúst Örn Wigum, Mímir Bjarki Pálmason og Kjalar Martinson Kollmar, leikarar í sýningunni kíktu í spjall til okkar.

Shawshank redemption er af mörgum talin ein besta kvikmynd allra tíma og það var því metnaðarfull hugmynd að ætla að setja upp leikrit byggt á því. Strákarnir segja að það hafi í raun komið skemmtilega á óvart hversu vel hún hafi gengið upp. 

Leikritið segir frá fangelsi í Bandaríkjunum árið 1947 og því kannski hægt að velta því fyrir sér hversu mikið erindi það á við menntaskólanemendur á Íslandi árið 2018. Strákarnir segja það vissulega hafa verið erfitt að tengja við það að leika gamla kalla en að það hafi samt komið á óvart hversu vel þeir tengdu við verkið. „Maður getur kannski bara svolítið tengt þetta við skólann,“ bæta þeir við hlæjandi. 

Leikstjórar verksins, Viktor Pétur Finnsson og Höskuldur Þór Jónsson, eru nýútskrifaðir nemendur skólans en Ágúst, Mímir og Kjalar segja það ekki hafa komið í veg fyrir það að agi væri til staðar á æfingum. 

Það eru enn nokkrar sýningar eftir en hægt er nálgast miða á heimasíðu nemendafélags skólans nfvi.is. Horfðu á viðtalið við strákana í spilaranum hér fyrir ofan.