Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Fangar fá kosningarétt eftir afplánun

07.11.2018 - 04:07
epa07144932 Voters make a line to cast their ballots in the 2018 midterm election at John F. Kennedy Library in Hialeah, Florida, USA, 06 November 2018. All 435 members of the House of Representatives, 35 seats in the 100-member Senate and 36 out of 50
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Íbúar Flórída voru ekki aðeins að kjósa sér þingmenn og ríkisstjóra, heldur samþykktu þeir einnig að veita föngum sem búnir eru að afplána sinn dóm kosningarétt að nýju.

Eins og staðan er í dag verða þeir sem hafa afplánað sinn dóm þurft að bíða í að minnsta kosti fimm ár áður en þeir geta sótt um kosningaréttinn aftur. Því hefur nú verið snúið við, og bætast því um ein og hálf milljón kjósenda á kjörskrá Flórída í næstu kosningum.

Reglan sem nú er í gildi hafði mest áhrif á blökkumenn og fólk af mið- og suður-amerískum uppruna. AFP fréttastofan hefur eftir réttindasamtökunum Sentencing Project að meira en fimmtungur blökkumanna í Flórída hafi ekki verið mátt greiða atkvæði í kosningunum í gær vegna laganna.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV