Fangar biðja um eyrnatappa

19.10.2015 - 12:52
Mynd: Dagur Gunnarsson / RÚV
Það eru trúlega ekki mörg fangelsi í hinum vestræna heimi sem þurfa að sjá föngunum fyrir eyrnatöppum svo að þeir geti sofið fyrir drykkjulátum í þeim sem geta um frjálst höfuð strokið utan múra. Þannig standa þó málin oftar en ekki í gamla Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg í Reykjavík.

Fangelsið er 140 ára og verður þar fljótlega skipt um starfsemi. Reiknað er með að nýtt fangelsi á Hólmsheiði geti tekið við föngum í byrjun 2016.

Stór hluti gamla Hegningarhússins er friðaður.  Þar er gamall dómssalur sem ekki má hrófla við enda sögufrægur með fallegum húsgögnum.

Litið var inn í Hegningarhúsið í þættinum Sögur af landi á RÁS 1. Hér má heyra raddir þeirra Egils Kristjáns Björnssonar fangavarðar og Guðmundar Gíslasonar forstöðumanns. Tónlistin er eftir Tómas R. Einarsson.

 

dagur's picture
Dagur Gunnarsson
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi