Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Falleg, fyndin og mikilvæg sýning

Mynd: Borgarleikhúsið / Borgarleikhus.is

Falleg, fyndin og mikilvæg sýning

11.01.2017 - 10:03

Höfundar

„Sýningin er einlæg en svolítið takmörkuð því hann segir bara sína hlið og hlið föður síns,“ er meðal þess sem Bryndís Loftsdóttir, leikhúsrýnir Menningarinnar, hafði að segja um einleikinn Hún Pabbi sem var frumsýndur í Borgarleikhúsinu um helgina.
Mynd með færslu
 Mynd: Borgarleikhúsið - Borgarleikhus.is

Í sýningunni er byggt á raunverulegri reynslu aðaleikarans Hannesar Óla Ágústssonar en faðir hans kom út úr skápnum sem transkona 57 ára gamall.

Mynd með færslu
 Mynd: Borgarleikhúsið - Borgarleikhus.is

„Hannes Óli er dásamlegur leikari og manni líkar svo vel við hann, hann vinnur mann algjörlega á sitt band,“ segir Bryndís. „En mér finnst það takmarka sýninguna að heyra ekki í fleirum. Ég sakna radda hinna í fjölskyldunni, ég saknaði mömmu hans sem maður veit að er hjartahlý kona.“

Mynd með færslu
 Mynd: Borgarleikhúsið - Borgarleikhus.is

Bryndís telur þó sýninguna fallega, fyndna og mikilvæga, ekki síst fyrir fólk í sömu sporum og föður Hannesar. „Sýningin á svo sannarlega rétt á sér og ég vona að hún verði til þess þeir sem séu í sömu aðstæðum komi út miklu fyrr. Manni fannst svo sorglegt að Anna Margrét hafi ekki fengið tækifæri til að vera ung kona og skvísa,“ segir Bryndís.