Fagnar nýju ári á Suðurskautslandinu

Mynd með færslu
 Mynd:

Fagnar nýju ári á Suðurskautslandinu

31.12.2012 - 16:40
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur þjáðst af vökvaskorti síðustu daga en hefur að eigin sögn náð fullum krafti að nýju og á nú aðeins 330 kílómetra að settu marki. Hún ætti því að vera komin á Suðurskautið eftir um þrettán daga. Við henni blasa hins vegar miklir rifskaflar sem torvelda för.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðstandendum Vilborgar. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir allt hefur Vilborgu tekist að ganga um þrjátíu kílómetra á dag og að hún sé orðin vön aðstæðum.

Þá segir jafnframt að hún hafi hitt bandaríska pólfarann Aaron Lindsau og tekið framúr honum. Hann hafi haft það á orði á bloggsíðu sinni að hann hefði hitt jólasveininn á suðurskautslandinu. Og átti þar að sjálfsögðu við hina rauðklæddu Vilborgu.

Á meðan á göngunni stendur safnar Vilborg Arna áheitum til styrktar Líf styrktarfélags Kvennadeildar Landspítalans – og geta menn sett sig í spor Vilborgar með því að heita á hana í síma 908 1515 (1500 kr) eða með frjálsum framlögum á vefsíðunni www.lifsspor.is