Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Færeyjar og Yes!

Mynd með færslu
 Mynd:

Færeyjar og Yes!

17.11.2013 - 15:15
Gestir Rokklands á morgun eru annarsvegar Kristinn Sæmundsson kenndur við plötubúðina Hljómalind, og hinsvegar Jon Anderson fyrrum söngvari progg-rokksveitarinnar Yes.

Jon Anderson söng með Todmobile í Eldborg í Hörpu á föstudagskvöldið og gerði það með glæsibrag. Eldborgin var fullsetin og flókin tónlist Yes var ótrúlega vel flutt af Todmobile og orkhestru sem Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson stjórnaði. Jon Anderson og Þorvaldur heimsóttu Rokkland í Efstaleitið fyrir helgi og Óli Palli spurði Jon út í tónlistina, ferilinn með Yes ofl. Hustið og þér munið heyra.

Kiddi Kanína er einn merkasti plötusali sem Ísland hefur alið að sér. Hann lagði árar í bát fyrir áratug þegar plötubúðin hans Hljómalind, sem hafði gríðarlega jákvæð áhrif á tónlistarlíf borgarinnar í langan tíma, lokaði.

Kidda var boðið til Færeyja um síðustu helgi á tónlistarhátíðina Hoyma og hann segir frá henni og kynnir nýja færeyska tónlist sem heillaði hann i Færeyjum.

Marius Ziska / Love
Budam / The man who knows everything
Laila Av Reini / Freaks
Benjamin / Post war
Pétur Pólsson / Alt sum melur
Byrta / Loyndarmál
200 / Vit love skuldu land byggja
Yes / Heart of the sunrise
Todmobile & Jon Anderson / Wings of heaven
Todmobile / Pöddulagið
Todmobile / Woodoman
Yes / Roundabout
The Police / Spirits in the material world
Paul McCartney / It´s only a paper moon
Jon & Vangelis / I´ll find my way home
Yes / Into the storm
Yes / Owner of a lonely heart

Rokkland alla sunnudaga kl. 16.05 og endurtekið á þriðjudagskvöldum kl.22.05
Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]