Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Færeyingar tilnefna kunnuglegt ljóðskáld

Mynd með færslu
 Mynd:

Færeyingar tilnefna kunnuglegt ljóðskáld

31.08.2014 - 13:55
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs verða afhent 29. október næstkomandi. Fram að því verða öll verkin sem tilnefnd eru kynnt í þættinum Orð*um bækur. Hér má hlusta á kynningu á færeysku ljóðabókinni Planker eftir Tórodd Poulsen.

Færeyingar tilnefna að þessu sinni ljóðabókina Planker eftir Tórodd Poulsen. Tóroddur hefur á löngum ferli sent frá sér fjölda ljóðabóka auk fáeinna skáldsaga og myndlistarbóka en hann yrkir jöfnum höndum með orðum og myndum eins og ljóðabókin Planker vitnar um. Þetta er í sjötta sinn sem Tóroddur er tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og nú er Guð farin að blanda sér í þá heimsmynd sem ljóðin spanna.