Fær loksins fé fyrir Lagarfljótsmyndbandið

Mynd: RÚV - Rúnar Snær Reynisson / Tilraunir japanska sjónvarpsins

Fær loksins fé fyrir Lagarfljótsmyndbandið

22.09.2015 - 11:49

Höfundar

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær að beina því til bæjarstjórnar að verðlaunafé upp á hálfa milljón verði greitt til Hjartar Kjerúlfs, bónda á Hrafnkelsstöðum, fyrir myndband sem hann náði af Lagarfljótsorminum. Féð verður greitt út „þegar tilefni gefst til.“

Óhætt er að fullyrða að myndband Hjartar hafi vakið heimsathygli á sínum tíma - það lifir raunar enn góðu lífi. Japanska ríkissjónvarpið framkvæmdi meðal annars tilraunir úti í Lagarfljóti nýverið og reyndi að endurgera fyrirbærið sem Hjörtur sá og kvikmyndaði í tvígang í febrúar og mars fyrir þremur árum.

Heimsókn japönsku sjónvarpsmannanna varð raunar til þess að sveitarfélagið ákvað að drífa sig í því að greiða Hirti verðlaunaféð. „Þeir spurðu mig að því af hverju við hefðum ekki greitt þetta út,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, bæjarráðsmaður og formaður hinnar víðfrægu Sannleiksnefndar.  Henni var falið að meta hvort myndbandið sýndi Lagarfljótsorminn eða ekki - meirihluti hennar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri.

Hjörtur fékk 50 þúsund króna viðurkenning og blómvönd í Hreindýraveislu Ormsteitis í fyrra. Stefán Bogi segir ekki búið að ákveða hvenær hann fær verðlaunaféð - eins og segir í fundargerð bæjarráðs, það verður gert „þegar tilefni gefst til.“

Tengdar fréttir

Austurland

Japanska sjónvarpið rannsakar orminn

Fljótsdalshreppur

Ekkert lát á frægð Lagarfljótsormsins

Menningarefni

Sannleiksnefnd telur myndband sýna orminn

Fljótsdalshérað

Sannleiksnefnd um Lagarfljótsorminn