Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Fær 6 milljóna kynningarfé frá ríkisstjórninni

Mynd með færslu
 Mynd: stikla/skjáskot - Kona fer í stríð

Fær 6 milljóna kynningarfé frá ríkisstjórninni

06.05.2018 - 18:50

Höfundar

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum fyrir helgi að veita kvikmyndinni Kona fer í stríð sex milljóna króna styrk af ráðstöfunarfé sínu til kynningarmála í kringum þátttöku myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Myndin hefur verið valin til að keppa í flokknum Semaine de la Critique (Viku gagnrýnenda) á hátíðinni.

Benedikt Erlingsson leikstýrir myndinni og skrifar handritið með Ólafi Egilssyni. Myndin, sem verður frumsýnd hér á landi 23. maí, fjallar um kórstjóra lýsir yfir stríði gegn stóriðju á Íslandi og vinnur skemmdarverk í þágu málstaðarins. Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið í myndinni.

Sjö kvikmyndir og sjö stuttmyndir eru valdar til sýningar á Viku gagnrýndenda í Cannes. Kona fer í stríð er áttunda kvikmyndin í fullri lengd eftir íslenskan leikstjóra sem er valin til sýninga á hátíðinni og önnur sem valin er í Viku gagnrýnenda.

Tengdar fréttir

Kvikmyndir

„Glettin, hlý og frumleg“

Kvikmyndir

Kona fer í stríð til Cannes