Olíufélögin hafa samið við tvö stórfyrirtæki um að greiða þeim bætur vegna ólöglegs verðsamráðs á árum áður. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar kemur fram að Stoðir hafi fengið 110 milljónir króna í bætur vegna samráðs olíufélaganna. Þær bætur eru vegna samráðs á þeim tíma þegar Stoðir hét FL Group og átti meðal annars Flugleiðir.