Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Fær 110 milljónir vegna samráðs

01.06.2011 - 05:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Olíufélögin hafa samið við tvö stórfyrirtæki um að greiða þeim bætur vegna ólöglegs verðsamráðs á árum áður. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. Þar kemur fram að Stoðir hafi fengið 110 milljónir króna í bætur vegna samráðs olíufélaganna. Þær bætur eru vegna samráðs á þeim tíma þegar Stoðir hét FL Group og átti meðal annars Flugleiðir.

Hitt félagið sem samið hefur verið við er Alcoa á Íslandi en ekki kemur fram í viðskiptablaðinu hversu háar þær bætur voru. Þær eru þó sagðar mun lægri en bótagreiðslan til Stoða.