F-orðið fékk að fjúka í viðtali við Loreen

Mynd: Skjáskot / RÚV

F-orðið fékk að fjúka í viðtali við Loreen

21.02.2016 - 08:32

Höfundar

Sænska söngkonan Loreen stal senunni á úrslitakvöldinu í Söngvakeppni sjónvarpsins - þakið ætlaði að rifna af Laugardalshöll þegar hún flutti sigurlagið sitt Euphoria. Viðtal sem þær Ragnhildur Steinunn og Gunna Dís tóku við Loreen vakti ekki síður athygli.

Þar heyrðist f-orðið, sem er á bannlista í beinum útsendingum, að minnsta kosti tvisvar - netverjum til mikillar gleði.  

En burtséð frá blótsyrðum  ljóstraði Loreen, sem klæddist íslenskri hönnun, því upp að Ísland væri litli felustaðurinn hennar.  Loreen sagði líka að lykillilnn að velgengni hennar væri að hugsa ekki of mikið um keppnir heldur gera það sem maður væri ánægður með.