Eyþór farinn úr stjórn Árvakurs

26.04.2018 - 11:53
Mynd með færslu
 Mynd: Aðsend mynd
Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, sagði sig úr stjórn Árvakurs og fleiri félaga um miðjan apríl. Hann er stærsti hluthafi í félaginu, sem er útgáfufélag Morgunblaðsins, og segir að sinn hlutur sé til sölu.

Kjarninn greindi frá í gærkvöld. Þar segir að Eyþór hafi gengið úr meirihluta þeirra stjórna sem hann átti sæti í, til að koma í veg fyrir mögulega hagsmunaárekstra, en hann skipar efsta sæti lista Sjálstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Hann vann afgerandi sigur í leiðtogakjöri flokksins í lok janúar og sagðist þá þegar vera byrjaður að slíta tengsl sín, bæði í viðskiptalífi og fjölmiðlarekstri. Rætt var við Eyþór þegar úrslit leiðtogakjörsins lágu fyrir. Hann var stjórnarmaður í alls 26 eignahaldsfélögum og fyrirtækjum. „Ég hef þegar sagt mig úr nokkrum þeirra og mun slíta á öll hagsmunatengsl og gefa mig allan í þetta eftir þennan sigur og ég ætla að hafa algjöran aðskilnað á því sem að ekki passar,“ sagði Eyþór í lok janúar. 

Bjarni Pétur Jónsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi