Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Eyjafjallajökull rannsakaður

14.05.2011 - 19:35
Mynd með færslu
 Mynd:
Áratugir munu líða áður en Eyjafjallajökull verður samur eftir hamfarirnar í fyrra. Vísindamenn fóru ofan í gígana á jöklinum fyrir helgi til að gera þar athuganir.

Leiðangursmennirnir frá jarðvísindastofnun Háskólans lögðu af stað snemma á fimmtudagsmorgni og fréttastofan slóst í för með þeim. Farið var upp á Mýrdalsjökul við Sólheima síðan yfir jökulinn á vélsleðum og jeppa - sem leið lá yfir að gosstöðvunum.


Gerðar voru margháttaðar athuganir, enda mikilvægt að rannsaka gosið og eldstöðvarnar eins ítarlega og framast er kostur.


Enn er vottur af eiturgufum ofan í gígnum sem liggja í pollum en vísindamennirnir nota sérstaka mæla þegar þeir fara niður. Hættan er meiri í fallegu veðri og logni eins og var á fimmtudaginn. Hiti stígur enn upp af gígbörmunum og hrauninu.