Eygló Harðardóttir velferðarráðherra fer ekki til Sotsí til að fylgjast með Vetrarólympíumóti fatlaðra. Íslenski hópurinn er kominn í Ólympíuþorpið í Sotsí.
Í tilkynningu frá ráðherra á vefsíðu velferðarráðuneytisins segir að hugur hennar sé „hjá þessu öfluga og efnilega íþróttafólki sem hefur lagt svo mikið á sig vegna mótsins um langt skeið“.
Hún segist hafa tekið þessa ákvörðun vegna þróunar mála í Úkraínu síðustu daga og að höfðu samráði við utanríkisráðuneytið að fara ekki til Rússlands. Hún hafi tjáð Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Íþróttasambands fatlaðra, ákvörðun sína á fundi með honum í dag.