Eurovision og Hanastél - gerist ekki betra

Svipmyndir frá lokaæfingu, tjaldabaki og keppinni.
---
Photo credit: Pressphotos.biz/Geirix
 Mynd: pressphotos - RÚV

Eurovision og Hanastél - gerist ekki betra

13.05.2016 - 13:32

Höfundar

Í Hanastélinu í kvöld ætlum við eingöngu að spila Eurovision lög eða lög úr Söngvakeppni sjónvarpsins með tveimur undantekningum þó, Gömlu dansarnir (þar sem við spilum þrjú lög frá árinu 1986 sem gerðu það gott á dansgólfum heimsins) og Stafasyrpan verður á sínum stað. Í Stafasyprunni spilum við nokkur lög í syrpu og hlustendur taka fyrsta staf hvers flytjenda og reyna að mynda orð. Síðar í kvöld opnum við fyrir símann og sá sem lumar á rétta orðinu dettur í lukkupott!

Vinningurinn í Stafasyprunni fór ekki út í síðustu viku og bíður því spenntur eftir nýjum eiganda í kvöld (námskeið fyrir tvo í Vínskóla Ölgerðarinnar).

Þá bætist nýr vinningur við í kvöld, Matarkjallarinn sem ætlar að gefa 10.000 krónu inneign á þennan nýja og glæsilega stað, endilega smellið á hlekkinn og kynnið ykkur þennan spennandi stað sem opnaði í gær.

Matarkjallarinn verður með okkur í sumar svo best er að fylgjast vel með þegar Stafasyrpan fer í gang.

Hlustendur sjá um að velja lögin í kvöld, sama hvort það sé á snappchat (doddisinn) eða á feisbúkk Hanastélsins.

Sigrún Huld, sérstakur Eurovison vinur Hanastélsins verður á línunni beint frá Svíþjóð og ætlar hún að rannsaka stemninguna á svæðinu.