ESB-viðræður hafnar

27.06.2011 - 09:25
Formlegar aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið hófust í Brussel í morgun.

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, og Árna Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis gengu á fund Stefans Füle, stækkunarstjóra ESB, og Janosar Martonyis, utanríkisráðherra Ungverjalands.


Ungverjar fara með formennsku í ráðherraráði sambandsins. Viðræður um fjóra samningskafla hófust á fundinum. Þeir fjalla um opinber útboð, upplýsingatækni og fjölmiðla, vísindi og rannsóknir og loks menntun og menningu.


Viðræðum um tvo þessara kafla var hægt að ljúka samstundis vegna þess að ákvæði þeirra hafa verið tekin upp sem lög á Íslandi í tengslum við EES-samninginn og því þarf ekki að ræða ákvæði þeirra frekar.


Össur lýsti því yfir á fundinum að Íslendingar væru reiðubúnir að hefja samningaviðræður um 15-16 kafla á síðari hluta ársins, þegar Pólverjar verða í forsæti ráðherraráðsins.


Það sem eftir stendur, fimmtán kafla, ætti svo að vera hægt að taka á dagskrá á fyrri hluta næsta árs, þegar Danir verða í forsæti.


Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sagði þetta merkan áfanga fyrir sambandið þar sem viðræður væru að hefjast um stækkun þess í norðvestur.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi