Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Erlent starfsfólk í viðkvæmri stöðu

11.10.2018 - 21:58
Mynd með færslu
 Mynd: Rúnar Snær Reynisson - RÚV
Í daglegu starfi heimilislækna er áberandi hvernig brotið er endurtekið á réttindum erlends starfsfólks varðandi húsnæði, laun, hvíldarrétt, öryggi á vinnustað, slysabætur, veikindarétt og aðgang að heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í ályktun frá aðalfundi Félags íslenskra heimilislækna.

Heimilislæknarnir skora á ríkisstjórnina, Velferðarráðuneyti og Alþingi að bæta og jafna stöðu erlends starfsfólks á Íslandi. „Þessi hópur er í viðkvæmri stöðu gagnvart vinnuveitanda og algengt að hann þekki ekki réttindi sín. Það er mikilvægt að upplýsingagjöf til innflytjenda verði bætt, lög um starfsmannaleigur hert og viðurlögum verði beitt við brotum með þeim hætti að varnaðaráhrif þeirra verði virk," segir í ályktuninni.

Auður Aðalsteinsdóttir