Um mitt síðasta ár námu eignir sjóða Eaton Vance hér á landi yfir 70 milljörðum króna og áttu þeir hlut í 15 af 18 skráðum félögum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. „Mjög umfangsmiklir fjárfestar sem hafa síðan verið að selja,“ sagði Þórður Snær Júlíusson og tengir minnkandi umsvif erlendu sjóðanna við þá stefnu stjórnvalda að losa um aflandskrónur í lokakafla endurskipulagningar fjármálakerfisins íslenska.
Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.