Erfðabreytt hráefni í matvörum

18.09.2012 - 12:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Nokkuð er um að innfluttar matvörur innihaldi erfðabreytt hráefni, án þess að þess sé getið í innihaldslýsingu. Þetta sýna niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar.

Frá 1. janúar hefur verið skylt að merkja matvæli og fóður sem innihalda erfðabreytt efni og er það á ábyrgð innflytjenda að merkja vörurnar samkvæmt íslenskum reglugerðum. Áætlað er að allt að 80% unninna matvæla í Bandaríkjunum innihaldi erfðabreytt efni.

Þær vörur sem teknar voru til athugunar í rannsókninni voru meðal annars morgunkorn, nasl og orkufæði fyrir heilsuræktarfólk. Niðurstöður rannsóknarinnar má sjá á vef Neytendasamtakanna, Náttúrulækningafélags Íslands og MATVÍS.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi