Þættirnir fjalla um hina frekar venjulegu Smith fjölskyldu og afann Rick sem er klikkaður vísindamaður. Þeir ganga út frá því að það séu til óendanlega margir alheimar og Rick er klárasti maðurinn í þeim öllum. Hann dregur afastrákinn sinn, hinn fjórtán ára gamla Morty, með sér í ýmis ævintýri í öðrum víddum þar sem þeir lenda oftar en ekki í verulegum vandræðum.
Vigdís og Gummi ræða það hvað Wubba lubba dub dub þýðir á fuglamáli, hvort tilgang lífsins sé að finna í sósu frá McDonald´s, gerast schwifty og fá Rakel Ósk Þorgeirsdóttur í heimsókn til að spyrja þau virkilega nördalegra spurninga.