Er Lady Gaga ekki komin?

Mynd með færslu
 Mynd:

Er Lady Gaga ekki komin?

08.10.2012 - 21:53
Bandaríska söngkonan Lady Gaga lenti hugsanlega EKKI á Reykjavíkurflugvelli klukkan rúmlega sjö í kvöld. Íslenskir fjölmiðlar hafa í kvöld greint frá því að stjarnan hefði komið með einkaflugvél til landsins um 7-leytið í kvöld.

Skari ljósmyndara tók á móti henni og smellti af í gríð og erg þegar út steig heil hersing stúlkna sem virtist svipa til Gaga. Sérfræðingar fréttastofu hafa nú legið yfir myndunum og staðhæfa að engin þeirra sé Lady Gaga. Hjá höfuðborgarstofu fást ekki upplýsingar sem kveða endanlega upp úr um hvort stjarnan sé komin til landsins eður ei. Hitt er víst að á morgun klukkan 2 afhendir Yoko Ono Lady Gaga viðurkenningu úr LENNONONO-friðarsjóðnum í Hörpu.

Tengdar fréttir

Fólk í fréttum

Lady Gaga lent í Reykjavík

Mannlíf

Heimsókn Lady Gaga vekur heimsathygli