Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Epla-nachos

10.12.2015 - 20:30
Mynd með færslu
 Mynd: Sagafilm

Epla-nachos
1 stórt epli eða 2 minni (pink lady, voða góð)
1/4-1/3 sítróna eða límóna, safinn (má sleppa en mjög gott)
1-2 msk. möndlusmjör (raw/lífrænt) – eða gróft hnetusmjör
40 g 70 % súkkulaði
1-2 msk. pekanhnetur, saxaðar
1-2 msk. kókosmjöl

Þvoið eplin og skerið í þunnar sneiðar.

Kreistið sítrónu/lime yfir þau (svo þau verði ekki brún – en ef á að bera fram strax, þarf þess ekki).

Bræðið súkkulaði varlega við lágan hita (og 1 tsk. af kakósmjöri ef þið eigið það til, annars sleppa). Setjið möndlusmjörið í skál og hellið bræddu súkkulaðinu út á og hrærið vel saman.

Hellið fallega yfir eplin

Skreytið með söxuðum pekanhnetum og kókosmjöli (eða öðru sem þið viljið eftir smekk).

*Ég bræði oft 1-2 tsk. af kakósmjöri með súkkulaðinu – en það þarf ekki.

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir