
Ensk þingkona myrt af þjóðernissinna
Árásarmaðurinn er sagður hafa hrópað slagorðið „Britain first!“ eða „Bretland í fyrsta sæti!“ áður en hann lét til skara skríða. Það er einnig nafn samtaka enskra þjóðernissinna sem berjast gegn áhrifum Islam í Bretlandi. Cox var þingkona breska Verkamannaflokksins, sem berst meðal annars gegn því að Bretari gangi úr Evrópusambandinu. Kosið verður um áframhaldandi aðild Breta 23. júní næstkomandi.
Fjölmargir kollegar Cox á breska þinginu hafa fordæmt árásina og sent fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Þeirra á meðal eru Jeremy Corbyn, formaður Verkamannaflokksins og David Cameron forsætisráðherra. Allri kosningabaráttu, í sambandi við þjóðaratkvæðagreiðsluna um Evrópusambandið, hefur verið aflýst í bili.
Cox er fyrsti breski þingmaðurinn sem hefur verið ráðinn af dögum frá því árið 1990 þegar írski lýðveldisherinn (IRA) myrti Ian Gow, þingmann Íhaldsflokksins, með bílsprengju sem sprakk fyrir utan heimili hans í Sussex.
Utterly shocked by the news of the attack on Jo Cox. The thoughts of the whole Labour Party are with her and her family at this time.
— Jeremy Corbyn MP (@jeremycorbyn) June 16, 2016
It's right that all campaigning has been stopped after the terrible attack on Jo Cox. I won't go ahead with tonight's rally in Gibraltar.
— David Cameron (@David_Cameron) June 16, 2016