Verð á hlutabréfum í Danske Bank lækkaði verulega við upphaf viðskipta í í kauphöllinni í Kaupmannahöfn í morgun, eftir að bankinn birti afkomutölur frá fyrsta fjórðungi ársins.
Nettótekjur fyrstu þrjá mánuði ársins námu rúmlega 50 milljarða íslenskra króna sem er 36 prósentum minna en á sama tíma 2018 og sagðist bankinn gera ráð fyrir minni heildartekjum í ár en í fyrra.
Að sögn fréttastofunnar AFP hafa margir viðskiptavinir Danske Bank snúið sér annað, þannig hafi 8.500 Danir hætt viðskiptum við bankann fyrstu þrjá mánuði ársins og 9.900 á síðasta fjórðungi 2018.
Danske Bank hefur átt undir högg að sækja vegna gruns um umfangsmikið peningaþvætti gegnum útibú bankans í Eistlandi og er talið að um 200 milljarðar evra hafi farið þannig í gegnum útibúið á árunum 2007-2015.