Skjálftahrina sem hófst við Herðubreið í gær í hádeginu í gær stendur enn.
Í hádeginu varð skjálfti 3,2 að stærð og í kjölfarið hefur fylgt ógrynni skjáfta sem langflestir voru minni en 2 að stærð. Flestir voru þeir á milli klukkan átta og ellefu í gærkvöldi. Hrinan virðist í rénun, en nokkir skjálftar hafa orðið í morgun, einn um klukkan hálf sex og síðan þrír í röð um klukkan hálf sjö og svo einn rétt fyrir klukkan hálf átta. Jarðskjálftahrinur við Herðubreið eru algengar.