Enn órói í Eyjafjallajökli

05.06.2010 - 06:18
Mynd með færslu
 Mynd:
Aukinn gosórói var í Eyjafjallajökli milli klukkan hálf eitt og hálf þrjú í nótt, svipaður því sem var í gærdag og fram eftir kvöldi. Gunnar Guðmundssonar jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, sagði í gærkvöld að hugsanlegt væri að kvika hefði komið upp úr gosgígnum. Við það yrðu gassprengingar og gráleitur mökkur myndaðist. Óróinn hafi hins vegar verið grunnur og ekkert sé því að koma úr iðrum fjallsins. Gunnar telur líklegt að þetta sé eftirleikur gossins, eins konar dauðateygjur, og hugsanlegt að þetta verði áfram næstu daga. Ekkert bendi þó til þess að gos sé að hefjast aftur í jöklinum.
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi