Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Enn ógna flóð íbúum í Mósambík

27.04.2019 - 16:21
epa07530069 A handout photo made available by the International Federation of Red Cross and Red Crescent showing damage caused by Cyclone Kenneth in an undisclosed location in northern Mozambique, 26 April 2019. Red Cross teams in northern Mozambique are reporting serious damage in towns and communities that bore the brunt of Cyclone Kenneth overnight. Kenneth made landfall with wind speeds of up to 231 km per hour – almost the equivalent of a category 4 hurricane. Initial reports from Quissanga indicate extensive damage to houses, while communication with Macomia and Muidumbe remains down.  EPA-EFE/HANDOUT  HANDOUT EDITORIAL USE ONLY/NO SALES
 Mynd: EPA-EFE - RED CROSS
Þúsundir manna eru innlyksa á afskekktum flóðasvæðum í Mósambík þar sem fellibylurinn Kenneth olli mikilli eyðileggingu. Óttast er að aftakaveður verði til þess að enn bæti í flóð og aurskriður. Á fimmtudaginn gekk Kenneth yfir Mósambík tæplega mánuði eftir að hátt í þúsund dóu af völdum fellibylsins Idai.

Um tuttugu þúsund íbúar hafa leitað skjóls í neyðarskýlum sem komið hefur verið upp í skólum og kirkjum að því er fréttaritari breska útvarpsins segir á vef BBC. Talið er að fimm hafi dáið eftir að Kenneth skall á. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna segja þess ekki dæmi áður að tveir jafnsterkir fellibyljir gangi yfir Mósambík með svo skömmu millibili og þá sé fátítt að þeir gangi yfir jafn norðarlega og Kenneth gerði. Sérfræðingar þurfi að kanna hver áhrif loftslagsbreytinga og hækkandi sjávarstöðu séu í landinu. Vind lægði nokkuð í gær en spáð er mikilli úrkomu næstu daga. Sameinuðu þjóðirnar undirbúa neyðaraðstoð í samstarfi við stjórnvöld og hjálparsamtök en erfitt er að koma mat til bágstaddra. Um 30 þúsund hafa hrakist að heiman.