Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Enn falla hlutabréf í Norwegian

11.03.2020 - 13:17
epa03077524 (FILE) A file photo made available on 25 January 2012 shows an Norwegian Air Shuttle airline Boeing 737-800 as it approaches Oslo Airport Gardermoen, on 17 July 2009. Norway-based carrier Norwegian Air Shuttle on 25 January 2012 said it had
 Mynd: EPA - SCANPIX NORWAY
Hlutabréf í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian hafa fallið um meira en ellefu prósent í dag. Stjórnendur þess tilkynntu í gær að hætt hefði verið við yfir þrjú þúsund flugferðir á næstu vikum, þar sem bókanir hefðu dregist verulega saman vegna kórónaveirunnar.

Hver hlutur í Norwegian kostaði átta krónur og áttatíu aura norska undir hádegi, hið minnsta síðastliðin fimmtán ár. Virði flugfélagsins hefur dregist saman um hátt í helming á einni viku. Félagið flýgur eins og sakir standa til um það bil fimm hundruð áfangastaða á hverjum degi.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV