Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Enginn þrýstingur af hálfu ESB

05.03.2014 - 12:31
Mynd með færslu
 Mynd:
Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins segir að ESB setji engan þrýsting á ríkisstjórn Íslands um að ákveða hvort hún vilji halda áfram aðilarviðræðum eða slíta þeim. Fordæmi séu fyrir að aðildarumsóknir séu settar í bið um árabil

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði í Kastljósi í gær að í máli forystumanna ESB hefð það komið skýrt og ítrekað fram að ekki þýði að hafa ESB umsókn í lausu lofti; íslensk stjórnvöld hafi orðið að gefa skýr svör um framhaldið. Þetta sjónarmið hefði komið fram á fundi forsætirsráðherra með forystu ESB í Brussel í fyrra. 

Matthias Brinkmann, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir fordæmi fyrir því að ríki hafi sett aðildarviðræður í bið í ótiltekinn tíma og bendir á Möltu sem dæmi þar sem aðildarumsókn hafi legið óhreyfð í gegnum ríkisstjórnarskipti. Hann segir að aldrei sé þrýst á umsóknarríki að taka ákvörðun. Í tilfelli Íslands hafi það komið á óvart að hlé var gert á viðræðunum og ESB hafi viljað fá skýrari línur varðandi ýmis atriði í samingaviðræðunum. Bréfaskipti hafi verið á milli Brüssel og utanríkisráðherra og málin skýrð. Hann segir að ekki hafi verið þrýst á Ísland að taka ákvörðun um hvort halda ætti viðræðum áfram eða slíta þeim.

„Ég held að við myndum ekki beita Ísland þrýstingi hvað þetta varðar. Það er algjörlega undir Íslandi komið að ákveða þetta og við komum ekki nálægt slíku. Þetta er ákvörðun Íslands, íslensku þjóðarinnar og ríkisstjórnar hennar,“ sagði Brinkmann í viðtali við RÚV.