Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Enginn í fótspor Íslands

21.07.2014 - 15:19
Mynd með færslu
 Mynd:
Ekkert ríki í norður og vestur Evrópu hefur fetað í fótspor Íslands sem viðurkenndi fyrst ríkja í þessum heimshluta sjálfstæði Palestínu árið 2011.

Íslensk stjórnvöld viðurkenndu Palestínu formlega sem sjálfstætt og fullvalda ríki 15. desember 2011. Það var staðfest með formlegri athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þegar Össur Skarphéðinsson þáverandi utanríkisráðherra afhenti Dr. Riad Malaki utanríkisráðherra Palestínu ályktun Alþingis. Hún var samþykkt í lok nóvember og hljóðar svo:„Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt og fullvalda ríki innan landamæranna frá því fyrir sex daga stríðið árið 1967. Jafnframt skorar Alþingi á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðaréttar og ályktana Sameinuðu þjóðanna sem m.a. feli í sér gagnkvæma viðurkenningu Ísraelsríkis og Palestínuríkis.

Alþingi áréttar að PLO, Frelsissamtök Palestínu, eru hinn lögmæti fulltrúi allrar palestínsku þjóðarinnar og minnir jafnframt á rétt palestínsks flóttafólks til að snúa aftur til fyrri heimkynna í samræmi við margítrekaðar ályktanir Sameinuðu þjóðanna.
Alþingi krefst þess af deiluaðilum fyrir botni Miðjarðarhafs að þeir láti þegar í stað af öllum hernaði og ofbeldisverkum og virði mannréttindi og mannúðarlög." 

Þegar sjálfstæði Pelestínu var viðurkennt og stjórnmálasambandi var komið á milli Íslands og Palestínu fagnaði þáverandi utanríkisráðhera þeim breiða stuðningi sem alþingismenn hefðu sýnt málstað Palestínumanna með samþykki ályktunarinnar. Kollegi hans  frá Palestínu sagði viðurkenningu Íslands bæði mikilvæga og markverða. Hún myndi vafalaust ýta við mörgum öðrum ríkjum að gera slíkt hiða sama.
Lina Mazar ein af paletínsku flóttakonunum sem settust að á Akranesi 2008 fagnaði ákvörðun Íslands og vonaðist til þess að fleiri lönd fylgdu í kjörlfarið.

Enginn fylgt í kjölfarið

Í lok árs 2011 var Ísland fyrsta ríkið í vestur og norður Evrópu til að viðurkenna sjálfstæði Palestínumanna. Áður höfðu 130 ríki samþykkt sjálfstæði Pelestínu. Flest ríkin eru í Austur-Evrópu, Asíu, Afríku og Suður-Ameríku og sem viðurkenndu sjálfstæði Palestínu strax árið 1989, ári eftir að Jasser Arafat lýsti einhliða yfir stofnun sjálfstæðs Palestínuríkis. En það er skemmst frá því að segja að ekkert ríkið hefur fylgt í kjölfar Íslands, það er að segja ekkert ríki í vestur og norður Evrópu. Sérstaða Íslands hvað þetta varðar er því óbreytt frá árinu 2011

En hvernig ætlar Ísland að bregðast við því sem er að gerast núna fyrir botni Miðjarðarhafs.Ályktun Alþingis felur ekki aðeins í sér viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu því Alþingi skorar jafnframt á Ísraelsmenn og Palestínumenn að leita sátta með friðarsamningum á grundvelli þjóðréttar og ályktana sameinuðu þjóðanna og jafnframt að þeir láti af öllum hernaði og ofbeldisverkum og virði mennréttindi og mannúðarlög  Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna hefur óskað eftir fundi í utanríkismálanefnd og búist er við því að nefndin komi saman í þessari viku. 

 Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, telur að Ísland eigi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael og fordæma blóðbaðið á Gasa.Sveinn Rúnar Hauksson formaður Félags Íslands og Palestínu segir að stjórnvöld eigi að skoða það alvarlega að slíta stjórnmálasambandinu.  Eftir slíkri ákvörðun yrði tekið í alþjóðasamfélaginu.Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra gagnrýnir vanmátt alþjóðastofnanna til að binda enda á ófriðinn milli Ísrael og Palestínu. Hann legst hins vegar eindregið gegn því að gripið verði til þess að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Íslensk stjórnvöld eigi að beita sér fyrir því sem víðast að koma sjónarmiðum sínu á framfæri um frið fyrir botni Miðjarðarhafs.