Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Enginn gosmökkur í dag

27.05.2011 - 17:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Ekki hefur sést til gosmakkar frá Grímsvötnum frá því í gær. Dregið hefur verulega úr gosvirkninni og mælast nú aðeins óróapúlsar á nokkurra stunda fresti. Fólki er því ráðlagt að fara ekki nærri eldstöðinni. Um þrjátíu slökkviliðsmenn og sextíu björgunarsveitarmenn hafa aðstoðað heimamenn á svæðinu við hreinsun og dagleg störf. Hreinsunarstarf hefur gengið vel. Á sunnudag ætla starfsmenn Jarðvísindastofnunar að fara að gosstöðvunum til að setja upp mæla og kanna stöðu gossins.