Enginn bátur við veiðar í Kolgrafarfirði

Mynd með færslu
 Mynd:
Enginn bátur var við síldveiðar í Kolgrafafirði í dag vegna suðvestan hvassviðris. Spáð er að veðrið gangi niður seint á morgun. Ekki hefur tekist að koma fyrir tækjum með hvalahljóðum í fjörðinn til þess að freista þess að fæla síldina burt.

Sigurborg Kr. Hannesdóttir forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði segir heimamenn búa sig undir síldardauða.  Fulltrúar stjórnvalda funda með heimamönnum um aðgerðir í hádeginu á morgun. 70 tonnum af síld hefur verið landað frá því veiðar hófust innan brúar. Síldin fer til manneldis og er verkuð í Hólminum, Akranesi og Þorlákshöfn. 

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi