Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Engin viðbrögð frá stjórnvöldum á Filippseyjum

30.07.2019 - 12:18
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Eggert Þór Jónsson - RÚV
Engin formleg viðbrögð hafa enn borist utanríkisráðuneytinu frá filippseyskum stjórnvöldum í kjölfar ályktunar Íslendinga um rannsókn á mannréttindaástandi á Filippseyjum. Rodrigo Duterte forseti Filippseyja sagðist íhuga alvarlega að slíta stjórnmálasambandi við Ísland vegna ályktunarinnar og ráðherrar í stjórn Dutertes hafa gagnrýnt íslensk stjórnvöld undanfarið.

Ísland er ekki með sendiráð á Filippseyjum en sendiherra Íslands í Tókýó sér um samskipti við yfirvöld í Manila. Hér er heldur ekkert filippseyskt sendiráð, þótt um 1.900 Filippseyingar búi hér á landi, heldur sér sendiráð Filippseyja í Ósló um samskipti við Ísland. 
 

ingvarthor's picture
Ingvar Þór Björnsson
Fréttastofa RÚV