Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Engin viðbrögð frá ESB

12.03.2015 - 20:33
Mynd með færslu
 Mynd: Shutterstock
Mynd með færslu
 Mynd: Anton Brink RÚV - RÚV Anton Brink
Fréttastofa hafði samband við Sendinefnd Evrópusambandsins á Íslandi til að leita viðbragða við tilkynningu íslenskra stjórnvalda um aðildarumsóknina. Talsmaður sendinefndarinnar segir að Evrópusambandið mun ekki bregðast við málinu að svo stöddu. Verið sé að fara yfir bréf íslenskra stjórnvalda.

Þingflokksformenn alla stjórnarandstöðuflokka hafa óskað eftir fundi með forseta Alþingis strax í kvöld. Þessu greinir Róbert Marshall, þingflokksformaður Bjartrar framtíðar, frá á Facebook-síðu sinni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður ekkert af þeim fundi fyrr en á morgun í fyrsta lagi.