Engin uppgjöf hjá Margréti Láru og Elísu

Mynd með færslu
 Mynd: Eva Björk - 

Engin uppgjöf hjá Margréti Láru og Elísu

04.07.2017 - 12:53
Nú þegar lokaundirbúningurinn hjá íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu fyrir Evrópumótið í Hollandi er hafinn, er það líklega orðið ennþá raunverulegra fyrir systurnar Margréti Láru og Elísu Viðarsdætur að þær verði ekki með á mótinu vegna meiðsla. Þær virðast þó ekki sýna neina uppgjöf.

Í það minnst breytti Margrét Lára prófíl mynd sinni á samskiptamiðlinum facebook fyrr í dag. Þar birti hún mynd af sér og Elísu við skilti sem stendur á „Sjáumst á HM 2019.“