Engin stjórnarskrárnefnd verið skipuð

13.09.2017 - 22:41
Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot - RÚV
Ríkisstjórnin hefur enn ekki skipað þverpólitíska stjórnarskrárnefnd sem á, samkvæmt stjórnarsáttmála, að leggja fram tillögur að stjórnarskrárbreytingum á næstu tveimur árum.

Guðni Th Jóhannesson, forseti Íslands, kallaði eftir því í ræðu sinni við þingsetninu í gær að áfram yrði unnið að breytingum á stjórnarskránni og vísaði meðal annars í stefnuskrá ríkisstjórnarinnar. Þar segir að áfram verði unnið að endurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli þess starfs sem unnið hefur verið undanfarin ár. Öllum flokkum á Alþingi verði boðið að tilnefna fulltrúa í þverpólitíska nefnd sem vinni með sérfræðingu og leggi fram tillögur ekki seinna en árið 2019. Þessi nefnd hefur ekki verið skipuð. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bauð Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, öðrum flokksformönnum til fundar um miðjan ágúst til að ræða stjórnarskrárbreytingar. Þar hafi fyrst og fremst verið kallað eftir sýn hvers og eins á það hvað væri hægt að gera og hvernig. Engin niðurstaða fékkst í málið en reiknað er með að samtal flokksformanna haldi áfram á næstu vikum.

 

Heiðar Örn Sigurfinnsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi