Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Engin sprengja - tveir handteknir

16.08.2012 - 15:50
Mynd með færslu
 Mynd:
Engin sprengja fannst í rússnesku vélinni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun, hvorki í farangri né vélinni sjálfri. Leit er lokið. Tveir farþegar voru handteknir með réttarstöðu grunaðra en þeim sleppt að lokinni yfirheyrslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Farþegar eru á Keflavíkurflugvelli og er áfallahjálparteymi Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja þeim til aðstoðar ásamt Suðurnesjadeild Rauða kross Íslands. Flugvél frá Rússlandi sækir farþegana og er áætluð brottför frá Keflavík kl. 18.30.