Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Engin saurgerlamengun í Súðavík

28.09.2016 - 10:58
Vatnsdropar að falla í vatnsglas.
 Mynd: Michael Faes - Freeimages
Enga saurgerlamengun er að finna í neysluvatni Súðvíkinga. Nýjar sýnatökur, víðsvegar um bæinn, leiddu það í ljós en saurgerlamengun greindist í vatni á mánudaginn við reglubundið eftirlit.

Samkvæmt upplýsingum frá Súðavíkurhreppi þá virðist mengunin hafa verið staðbundin og hefur verið brugðist við henni. Vatnsveita Súðavíkur sækir neysluvatn úr borholu. Þar hefur aldrei greinst saurgerlamengun. Fylgst verður vel með þeim stað þar sem mengunin greindist. 

Fréttin hefur verið uppfærð.

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður