Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Engin saurgerlamengun í neysluvatni Súðvíkinga

19.12.2016 - 14:30
Mynd með færslu
 Mynd: Jóhannes Jónsson - RÚV
Engin saurgerlamengun er í neysluvatni í Súðavík. Ný sýni, tekin á fimm stöðum um bæinn, hafa leitt í ljós að vatnið er ómengað.

 

Saurgerlar greindust í sýni sem var tekið á neysluvatni á einum stað í Súðavík þann 13. desember og voru íbúar því beðnir um að sjóða allt neysluvatn. Mengunin greindist á einum stað og er ekki ljóst hver upptök hennar eru en það er á sama stað og mengun greindist fyrr í haust. 

Á heimasíðu Súðavíkurhrepps segir að áfram verða tekin regluleg sýni í Súðavík að ósk sveitarfélagsins.

 

 

hallao's picture
Halla Ólafsdóttir
dagskrárgerðarmaður