Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Engin niðurstaða um álit Feneyjanefndar

18.02.2013 - 18:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Engin niðurstaða varð á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um álit Feneyjanefndarinnar um stjórnarskrárfrumvarpið í dag. Á fundinum var rætt um gögn frá sérfræðingum sem fóru yfir álit nefndarinnar

Valgerður Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar segir ljóst að breytingar verði gerðar á stjórnarskrárfrumvarpinu.  Þó verði ekki allar athugasemdir nefndarinnar teknar til greina. Enn eru þreifingar milli flokka um hvernig eigi að ljúka þessu máli. Valgerður segir aðspurð að þær séu stutt á veg komnar.