Engin niðurstaða á fundi Vinstri grænna

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir koma af fundinum. - Mynd: Grímur Jón Sigurðsson / RÚV
Fundi þingflokks Vinstri grænna lauk í Alþingishúsinu nú rétt í þessu. Engin niðurstaða liggur fyrir um það hvort farið verði í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk.

Fundinum verður haldið áfram á klukkan 13:00 á morgun. 

Alma Ómarsdóttir, fréttamaður fréttastofu RÚV, var í Alþingishúsinu í kvöld og spjallaði stuttlega við Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna og Svandísi Svavarsdóttur, þingmann flokksins, þegar þær voru á leið af fundinum. Hægt er að sjá myndbandið í spilaranum hér fyrir ofan.

Þingflokkar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks áttu ekki fundi í dag, en samkvæmt heimildum fréttastofu eru báðir flokkarnir reiðubúnir til að ræða formlega um myndun ríkisstjórnar ásamt Vinstri grænum.

 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi