Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Engin miðasala fimmtánda árið í röð

Mynd: JóiPé og Króli / Kolrassa krókríðandi

Engin miðasala fimmtánda árið í röð

01.02.2018 - 11:35

Höfundar

Kolrassa krókríðandi, JóiPé & Króli, Dimma og Á móti sól eru meðal þeirra sem koma fram á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður, sem fram fer á Ísafirði í fimmtánda sinn um páskana. Tilkynnt var um tíu hljómsveitir af fjórtán sem spila á hátíðinni í ár í Popplandi á Rás 2.

Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri hátíðarinnar, segir að á hverju ári fái aðstandendur hennar margar fyrirspurnir um hvar og hvernig sé hægt að kaupa miða.

„Þetta er fimmtánda árið sem við höldum Aldrei fór ég suður, og það hefur alltaf verið frítt inn. Ég veit ekki hvernig við höfum klúðrað því að segja frá því. Þetta er rokkhátíð alþýðunnar, það er enginn aðgangseyrir og það eru allir velkomnir.“

Bein útsending verður líkt og undanfarin ár frá Aldrei fór ég suður á Rás 2, RÚV 2 og RÚV.is.

Mynd með færslu