Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Engin bráðahætta á eldgosi

26.03.2013 - 11:28
Mynd með færslu
 Mynd:
Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að eldgos sé að hefjast í Heklu. Engin bráðahætta sé á slíkum náttúruhamförum.

Ríkislögreglustjórinn og lögreglustjórinn á Hvolsvelli lýstu fyrir skömmu yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðhræringa í Heklu. Veðurstofan hækkaði eftirlitsstig Heklu í gult vegna flugumferðar, sem þýðir að eldfjallið sýni óvenjulega virkni. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað.