Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Engar stórhvelaveiðar í sumar

09.03.2017 - 06:22
Mynd með færslu
 Mynd: RÚV
Stórhveli verða ekki veidd við Íslandsstrendur í sumar frekar en í fyrrasumar, að minnsta kosti ekki á vegum Hvals hf., sem til skamms tíma hefur setið einn að stórhvelaveiðum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals, að helstu ástæður þessa séu „endalausar hindranir í Japan við innflutning á hvalaafurðum,“ en Japan er nær eina landið þar sem einhver markaður er fyrir hvalkjöt núorðið.

Sterkt gengi krónunnar vegur þó einnig þungt í þessari ákvörðun, að sögn Kristjáns. Ástæða þess að engar langreyðar voru veiddar í fyrra voru einnig innflutningshindranirnar endalausu í Japan, sem Kristján segir ekkert hafa dregið úr. 

Frétt Morgunblaðsins má lesa á mbl.is

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV