Stórhveli verða ekki veidd við Íslandsstrendur í sumar frekar en í fyrrasumar, að minnsta kosti ekki á vegum Hvals hf., sem til skamms tíma hefur setið einn að stórhvelaveiðum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Haft er eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals, að helstu ástæður þessa séu „endalausar hindranir í Japan við innflutning á hvalaafurðum,“ en Japan er nær eina landið þar sem einhver markaður er fyrir hvalkjöt núorðið.