Endurkjörin forseti EWLA

07.11.2011 - 14:14
Mynd með færslu
 Mynd:
Dr. Herdís Þorgeirsdóttir var endurkjörin forseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga (EWLA) á aðalfundi samtakanna í Berlín fyrir skömmu. Fundurinn var sóttur af kvenlögfræðingum víða að úr Evrópu sem og fulltrúum aðildarfélaga samtakanna sem eru félög kvenlögfræðinga og lögmanna víðsvegar um álfuna.

Forseti samtaka kvenlögfræðinga í Þýskalandi sat fundinn en þau samtök hafa verið öflugur bakhjarl EWLA frá upphafi.

Fundarstaðurinn að þessu sinni var Mannréttindastofnun Þýskalands en henni veitir forstöðu fyrrum varaforseti Evrópusamtaka kvenlögfræðinga Dr. Beate Rudolp lagaprófessor.

Herdís var upphaflega kjörin forseti EWLA árið 2009 en samtökin voru stofnuð af kvenlögfræðingum ríkja Evrópusambandsins árið 2000 og var einn stofnenda Cherie Booth Blair.

Næsta ársþing EWLA verður haldið í Prag í maí 2012.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi