Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Emmsjé Gauti hversdagslegur í nýju myndbandi

Emmsjé Gauti hversdagslegur í nýju myndbandi

17.05.2017 - 11:47

Höfundar

Rapparinn Emmsjé Gauti hefur sent frá sér nýtt tónlistarmyndband við lagið „Lyfti mér upp“.

Andri Sigurður leikstýrir myndbandinu. Í því er Gauta fylgt eftir við hversdagslegar aðstæður; við morgunverðarborðið, í sturtunni og á uppáhalds kaffihúsinu. Glöggir áhorfendur hafa rekið augun í eigulegan bolla sem Gauti sýpur kaffi úr.

Lagið „Lyfti mér upp“ er af plötunni Sautjándi nóvember sem fæst frítt á www.emmsje.is.