Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Emmsjé Gauti dansaði uppi á borðum

Mynd: Atli Þór Ægisson / RÚV

Emmsjé Gauti dansaði uppi á borðum

04.11.2017 - 16:01

Höfundar

Rapparinn Emmsjé Gauti stóð undir væntingum gesta á Akureyri Backpackers í gærkvöldi, þegar hann flutti tónlist sína fyrir troðfullu húsi. Tónleikarnir voru hluti af dagskrá Airwaves tónlistarhátíðarinnar, sem í ár teygir anga sína norður í land.

Í spilaranum hér að ofan má hlýða á lagið Strákarnir, en í spilaranum að neðan flytur Emmsjé Gauti lagið Svona er þetta, og fær sér snúning uppi á borðum.

Mynd: Atli Þór Ægisson / RÚV

Yngstu gestirnir skemmtu sér ekki síður en hinir eldri. Tvær ungar stúlkur snöruðu sér upp á svið með Emmsjé Gauta þó að þær væru hikandi við að taka lagið með goðinu. 

Mynd með færslu
 Mynd: Atli Þór Ægisson - RÚV