Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Elsta og yngsta úr sama flokki

Mynd með færslu
 Mynd:
Miðað við nýjustu tölur verður 47 ára aldursmunur á elsta og yngsta þingmanninum á næstu kjörtímabili. Þar er um tvær konur að ræða og báðar koma þær úr Framsóknarflokknum.

Jóhanna María Sigmundsdóttir er 21 árs, og verður 22 ára í sumar. Hún er búfræðingur frá Látrum í Súðavíkurhreppi og starfar innan Sambands ungra framsóknarmanna. Hún verður að öllu óbreyttu yngsta manneskjan til að ná kjöri til Alþingis frá upphafi. Þannig tekur hún hann titil af Gunnari Thoroddsen sem var 23 ára þegar hann var kosinn á þing árið 1934. 

Sigrún Magnúsdóttir er 68 ára og verður 69 ára í sumar. Hún er þjóðfræðingur úr Reykjavík og var um langt árabil borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Hún náði kjöri í Reykjavíkurkjördæmi norður og verður að öllum líkindum elsti þingmaðurinn.