Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir

Mynd: RUV/forlagið / RUV/forlagið

Elín, ýmislegt - Kristín Eiríksdóttir

03.01.2018 - 13:01

Höfundar

Elín býr til leikmuni en er enginn skáldsagnahöfundur. Samt er það hún sem skrifar söguna Elín, ýmislegt í samræmi við það sem stendur skrifað á kassana sem fundurst daginn áður en Elín hitti leikskáldið unga Ellen. Um það bil fimmtíu ára skilja þessar tvær konur að í aldri eigi að síður tengjast sögur þeirra. Enginn er einn, allir tengjast, því er einsemdin „meinlegust skynvilla“.

Elín, ýmislegt er önnur skáldsaga Kristínar Eiríksdóttur sem sendi frá sér skáldsöguna Hvítfeld: fjölskyldusaga fyrir fimm árum. Kristín hefur einnig skrifað leikrit, sent frá sér nokkrar ljóðabækur sem og smásagnasöfn. Kristín er lærður myndlistarmaður, bakgrunnur sem greinilega endurspeglast í textum hennar sem rithöfundar. 

Í spilaranum má heyra Kristínu lesa upphaf sögu sinnar Elín, ýmislegt auk þess sem hún segir frá bókinni og aðdraganda hennar. 

Umsjónarmáður þáttarins Bók vikunnar er Auður Aðalsteinsdóttir sem ræðir við Arngrím Vídalín miðaldafræðing og Veru Knútsdóttur bókmenntafræðing um efni bókarinnar Elín, ýmislegt og form.

Mynd: Forlagið / Forlagið

 

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Fjöruverðlaunin afhent

Menningarefni

Hver lesning veitir nýja sýn á söguna

Bókmenntir

„Ég hélt að þessi saga yrði ekki dramatísk“

Bókmenntir

Flétta, áferð og þræðir í allar áttir