Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Elín hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

Elín Hansdóttir í Víðsjárviðtali.
 Mynd: Dagur Gunnarsson

Elín hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin

02.01.2017 - 17:15

Höfundar

Myndlistarkonan Elín Hansdóttir hlaut síðdegis í dag Íslensku bjartsýnisverðlaunin. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti verðlaunin á Kjarvalsstöðum í dag.

Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981, eða ári eftir fæðingu núverandi verðlaunahafa. Upphafsmaður verðlaunanna var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL hefur verið bakhjarl þeirra allt frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. 

Í dómnefnd Íslensku bjartýnisverðlaunanna eru frú Vigdís Finnbogadóttir, sem er formaður nefndarinnar, Rannveig Rist, Þórunn Sigurðardóttir og Örnólfur Thorsson.

Elín Hansdóttir, sem er fædd árið 1980, er með BA-próf frá Listaháskóla Íslands og magister próf frá Berlín-Weissensee listaháskólanum.  Hún hefur haldið átta einkasýningar á Íslandi, í Berlín, Róm og víðar í Evrópu og tekið þátt í tólf samsýningum, meðal annars á Íslandi, í Þýskalandi, Danmörku, Spáni, Marokkó og Bandaríkjunum. Þá hefur hún hannað leikmyndir og búninga fyrir dansverk og leiksýningar. 

Verðlaunin eru ein milljón króna og áletraður gripur úr áli frá Straumsvík, segir í tilkynningu. 

Fyrri verðlaunahafar eru: 

2015 Ólafur Arnalds

2014 Hugi Guðmundsson

2013 Ragnar Kjartansson

2012 Helga Arnalds

2011 Sigrún Eldjárn

2010 Gísli Örn Garðarsson

2009 Víkingur Heiðar Ólafsson

2008 Brynhildur Guðjónsdóttir

2007 Guðný Halldórsdóttir

2006 Hörður Áskelsson

2005 Ragnhildur Gísladóttir

2004 Dagur Kári Pétursson

2003 Hilmar Örn Hilmarsson

2002 Andri Snær Magnason

2001 Björn Steinar Sólbergsson

2000 Hilmir Snær Guðnason

1999 Björk Guðmundsdóttir

1998 Gyrðir Elíasson

1997 Karólína Lárusdóttir

1996 Haukur Tómasson

1995 Friðrik Þór Friðriksson

1994 Helga Ingólfsdóttir

1993 Kristján Jóhannsson

1992 Sigrún Eðvaldsdóttir

1991 Helgi Gíslason

1990 Leifur Breiðfjörð

1989 Hlíf Svavarsdóttir

1988 Einar Már Guðmundsson

1987 Guðmundur Emilsson

1986 Kjartan Ragnarsson

1985 Ágúst Guðmundsson

1984 Helgi Tómasson

1983 Þorgerður Ingólfsdóttir

1982 Bragi Ásgeirsson

1981 Garðar Cortes